Þann 1. október 2011 var opnuð ný vefsíða um gagnrýna hugsun. Vefurinn er gagnabanki fyrir þá sem vilja kenna gagnrýna hugsun og siðfræði. Þar er hægt að nálgast kennsluefni og fræðilega texta auk þess sem ráðstefnur og fleiri viðburðir eru auglýstir. Vefsíðan er unninn af frumkvæði Heimspekistofnunar í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn verkefnisins eru Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen.