Námskeið fyrir börn sumar 2012

Sumarið 2012 geta börn og unglingar komist á nokkur heimspekinámskeið hjá reyndum kennurum. Í Háskóla unga fólksins verða tvö námskeið og Sigurlaug Hreinsdóttir mun kenna vikulöng námskeið fyrir 5-13 ára börn.

Háskóli Unga fólksins er starfræktur í júní ár hvert og þar hefur verið boðið upp á námskeið í heimspeki ásamt öðrum fræðigreinum fyrir nemendur úr 6. – 10. bekk. Sumarið 2012 verða að tvö heimspekinámskeið í Háskóla unga fólksins. Námskeiðin heita “Heimspeki og sókratísk samræða” og “Gagnrýnin hugsun og siðfræði í gegnum rökleikniþrautir“. Kennarar verða Kristian Guttesen og Ylfa Jóhannesdóttir.

Sigurlaug Hreinsdóttir er hefur M.Paed gráðu í heimspekikennslu og hefur kennt á ýmsum vettvangi undanfarin ár. Hún leggur upp úr því að hver einasti nemandi fái að njóta sín til jafns við aðra og að allir finni sig tilheyra hópnum. Í júli mun hún halda samræðunámskeið í heimspeki fyrir börn á aldrinum 5-13 ára. Hvert námskeið stendur í viku og er fyrir afmarkað aldursbil. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu námskeiðanna.