Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.
Dagskrá málþingsins:
10:00–12:00
Ávarp: Henry Alexander Henrysson
10:15–10:45 Páll Skúlason Hverju getum við trúað?
10:45–11:15 Salvör Nordal Krafan um gagnrýna hugsun og siðfræði
11:15–11:45 Hreinn Pálsson Heimspekiskólinn – var hann draumur eða veruleiki?
MÁLSTOFUR 12:45–15:00
Hvar á gagnrýnin hugsun heima?
Elsa Haraldsdóttir: Gagnrýnin hugsun – hvað er nú það?
Hrund Gunnsteinsdóttir: Farðu vel með þig
Henry Alexander Henrysson: „Einhver raust mig afletur.“ Um innsæi, samvisku og allt hitt
Þórdís Sævarsdóttir: Þáttur listgreina
Sigríður Þorgeirsdóttir. Fordómar heimspekinga
Grunn- og leikskólar
Brynhildur Sigurðardóttir: Hvaða aðferð beitum við á innihaldið?
Jón Thoroddsen: Vitræn hönnun og þróunarkenningin
Kristín Dýrfjörð: Leikskólastarf í boðhætti
Annelise Larsen-Kaasgaard: Lýðræðislegt starf
Jóhann Björnsson: Eru allir öðruvísi?
Framhaldsskóli I
Eyja Margrét Brynjarsdóttir: Gagnrýnin hugsun á dósum?
María Jónasdóttir: Sjálfsagi og skilningur
Gunnar Hersveinn: Spriklandi hugtök, efi og undrun
Svanur Sigurbjörnsson: Gagnrýnin hugsun, siðfræði og haldbærar lækningar
Ármann Halldórsson: Sjálfsrýni framhaldsskólakennara: samræðuhópur og starfendarannsóknir í Versló
Framhaldsskóli II
Björn Þorsteinsson: Framtíð lýðræðisins og lýðræði framtíðarinnar: Gagnrýnin hugsun í skólastofunni
Kristín Sætran: Gildi gagnrýninnar hugsunar í framhaldsskólanum
Ragnheiður Eiríksdóttir: Vangaveltur um reynslu af heimspekikennslu í FSu
Arnar Elísson: Kennsla gagnrýninnar hugsunar með kvikmyndum
Sigmar Þormar: Kierkegaard kenndur unglingum