Kynningarefni um heimspeki

Sumarið 2012 vann Kristian Guttesen átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun sem starfsmaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands. Verkefni fól í sér gerð kennslu- og kynningarefnis um heimspeki fyrir elstu bekki grunnskóla. Efnið byggði meðal annars á verkefnum sem hann vann ásamt Ylfu Jóhannesdóttur í Háskóla unga fólksins þá um sumarið. Markmið verkefnisins var að setja saman sjálfstæða kynningarpakka um þætti úr fræðum heimspekinnar. Þannig ætti hver sem er (með lágmarksgrunn í heimspeki) að geta tekið pakkana, farið með þá í skólaheimsókn og nýtt sér til að kynna heimspeki út frá því sjónarhorni (fræðasviði, undirgrein heimspekinnar) sem efni kynningarpakkans tekur til. Meðan á verkefninu stóð hélt Kristian úti Facebook síðu til að fá viðbrögð á hugmyndir, vinnuferlið og kennsluefni jafnóðum og það varð til. Heimspekikennarar voru hvattir til að skoða efnið og senda Kristian ábendingar, sem þeir margir og gerðu.

Skýrslan birtist nú í heild sinni á vefnum Gagnrýnin hugsun og siðfræði.


Kristian Guttesen, „Hlutverk heimspekinnar“, átaksverkefni fyrir Vinnumálastofnun 2012.