Hugsun og hamingja

Mánudaginn 6. maí kl. 20.00 í Hljóðbergi, sal Hannesarholts, munu Páll Skúlason, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og Henry Alexander Henrysson flytja stutt erindi og standa fyrir umræðum um tengsl hugsunar og hamingju og varpa fram ýmsum spurningum um efnið. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Continue reading Hugsun og hamingja

Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum

eftir Sigríði Geirsdóttur

Sonur minn, 7 ára, er ákaflega raunsætt barn sem vill gjarnan fá svör við þeim ótal spurningum sem kvikna hjá honum á degi hverjum. Hann gefur lítið fyrir rannsóknir á vandamálum eða umræður um efni sem beinast ekki að einhverri einni sértækri lausn og að hafa rangt fyrir sér af og til er illa séð hjá drengnum. Continue reading Af ævintýralegu raunsæi og raunsæjum fantasíum

Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl

Eyja Margrét BrynjarsdóttirEyja Margrét Brynjarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Eddu – öndvegissetri, verður í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í fyrramálið, föstudag, klukkan rúmlega 8:15. Þar ræðir hún um viðfangsefnið „gagnrýna hugsun“ en í gær, miðvikudag, flutti hún fræðsluerindi á vegum Félags heimspekikennara í Verzlunarskóla Íslands um efnið.
Continue reading Viðtal við Eyju Margréti í Morgunútvarpi Rásar 2, 26. apríl