Málfundur um námsmarkmið og námsmat

Mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00 í ReykavíkurAkademíunni munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkið og námsmat.

Atli Harðarson mun flytja stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011, þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða.

Elsa Haraldsdóttir mun fjalla um siðfræði í nýrri aðalnámsskrá með áherslu á grunnskóla, út frá heimspekikennslu og í tengslum við gagnrýna hugsun og siðfræði.

Eftir erindin verða opnar umræður.

Opnum stjórnarfundi frestað fram á fimmtudag vegna landsleiks

Vegna landsleiks Íslendinga og Króata, sem fer fram í kvöld, verður opnum stjórnarfundi Félags heimspeki­kennara frestað til fimmtudagskvöldsins, 21. nóvember. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Iðu í Kvosinni, þ.e. Vesturgötu 2a. Hann hefst kl. 20 og mun ljúka ekki seinna en kl. 22. Á fundinum verður meðal annars lagt á ráðin um fyrirhugað starf félagsins. Þar sem um er að ræða opnan fund eru allir sem hafa áhuga á heimspeki eða heimspekikennslu hvattir til að mæta.

Vel heppnað málþing um sköpun og læsi

Brynhildur Sigurðardóttir flytur erindi á málþingi um grunnþætina sköpun og læsi, 13. nóvembver 2013Síðastliðinn miðvikudag, 13. nóvember, stóð Félag heimspekikennara fyrir málþingi um grunnþættina sköpun og læsi í samvinnu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Mæting var góð og framkvæmdin heppnaðist vel í alla staði. Á meðfylgjandi mynd sést Brynhildur Sigurðardóttir, heimspekikennari í Garðaskóla, flytja erindi sitt á málþinginu.

Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Menntavísindasvið Háskóla Íslands, StakkahlíðMiðvikudaginn 13. nóvember verður haldinn fræðslufundur og málþing um tengsl heimspekikennslu og grunnþáttanna sköpunar og læsis. Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Menntavísindasviðs v/Stakkahlíð, í sal K205 og stendur frá kl. 15:15 til kl. 17:00. Viðburðurinn er skipulagður af Félagi heimspekikennara í samstarfi við Rannsóknarstofu um skapandi skólastarf og námsbraut um kennslufræði framhaldsskóla og háskóla. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Continue reading Fræðslufundur og málþing um tengsl heimspeki og grunnþáttanna læsis og sköpunar

Heimspekispjall í Hannesarholti, mánudagskvöldið 9. september klukkan 20:00

Siðfræðikennsla

Salvör Nordal

Í þessu fyrsta heimspekispjalli vetrarins í Hannesarholti munu Salvör Nordal og Henry Alexander Henrysson fást við spurningar um möguleika og mikilvægi siðfræðikennslu. Salvör fjallar um kennslu í hagnýttri siðfræði þar sem umdeild og viðkvæm siðferðileg álitamál eru til umræðu. Í erindi sínu skoðar Henry mismunandi birtingarmyndir siðfræðikennslu, til dæmis á ólíkum skólastigum, og spyr hvort kennsla í siðfræði geti verið kennsla í siðferði.

Henry Alexander Henrysson

Heimspekispjallið er haldið í samstarfi við verkefnið Gagnrýnin hugsun og siðfræði í skólum.

*

Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem er starfrækt í gömlu og fallegu húsi að Grundarstíg 10 í miðborg Reykjavíkur. Markmið stofnunarinnar er að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi, auka skilning á gildi sögunnar fyrir samtímann og framtíðina og hvetja til uppbyggilegrar umræðu og samveru.

Fréttabréf ágústmánaðar

Í nýútkomnu Fréttabréfi heimspekikennara birtir stjórn Félags heimspekikennara drög að dagskrá vetrarins. Þar er ótal margt í boði: heimspekilegar æfingar, málfundir, ráðstefnur og námskeið. Auk þess er í fréttabréfinu sagt frá rannsóknarverkefni um heimspekikennslu, ráðstefnu á Akureyri í október og nýafstöðnum umræðufundi um eflingu heimspekikennslu. Að venju eru líka tenglar inn á ný verkefni og miðast þau við upphaf skólastarfs.

Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Hildigunnur SverrisdóttirNæstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“

Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.

Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Continue reading Hildigunnur Sverrisdóttir með ókeypis námskeið

Sjónarhornið

Hugleiðingar um fyrirlestur Hildigunnar Sverrisdóttur „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ á aðalfundi Félags heimspekikennara, 25. maí 2013

eftir Elsu Haraldsdóttur

Á aðalfundi Félags heimspekikennara, þann 25. maí síðastliðinn, var boðið upp á námskeið undir leiðsögn Hidigunnar Sverrisdóttir, arkitekts og aðjúnkts við Listaháskóla Íslands. Námskeiði var í fyrirlestrarformi og bar heitið „Skapandi dvelur manneskjan: er hægt að kenna henni það?“ en tititillinn vísar í ritgerð þýska heimspekingsins Heideggers, „“…Poetically man dwells…”“. Í fyrirlestrinum tók Hildigunnur hvert hugtak titilsins fyrir sig, „manneskjan“, „dvelur“ og „skapandi“ og varpaði þannig ljósi á hugmyndafræðina sem þar liggur að baki og samtímis reyndi að tengja þau saman í heildstæða mynd. Markmið námskeiðsins var að kynna fyrir þátttakendum ákveðna hugmyndir um manneskjuna og samfélagið í anda gagnrýninnar kenningar. Fyrirlesturinn var mjög efnismikill og heljarinnar ferðalag í gegnum tiltölulega flókið hugmyndakerfi en hin þverfaglega nálgun á viðfangsefnið var einkum áhugaverð. Fyrirlesturinn, í anda viðfangsefnis síns, vakti fleiri spurningar en svör en fyrir vikið væri einkar áhugvert að taka upp þráðinn og gefa kost á ítarlegri umræðum um efnið ef áhugi er fyrir því á meðal aðstandenda.

Continue reading Sjónarhornið