Ritstjórn heimspekitorgsins tók stutt viðtal við Hjalta Hrafn Hafþórsson, heimspeking sem starfar á leikskólanum Múlaborg. Hér að neðan segir hann stuttlega frá heimspeki í starfi leikskólans. Continue reading Viðtal við heimspekikennara: Hjalti Hrafn Hafþórsson
Author: brynhildur
Fréttabréf aprílmánaðar
Fréttabréf aprílmánaðar er komið á vefinn. Fréttbréfið er stútfullt af efni enda nóg um að vera í heimspekikennslu á Íslandi. Meðal efnis eru fréttir frá nýafstöðnu málþingi Félags heimspekikennara, viðtal við Jón Thoroddsen heimspekikennara í Laugalækjarskóla og sagt er frá heimspekinámskeiðum sem verða haldin fyrir börn og unglinga sumarið 2013. Í verkefnum mánaðarins eru meðal annars úrval sagna af tyrkneska kennaranum Nasreddin, en sögurnar af honum eru ríkulegt hráefni í heimspekilega samræðu.
Glósur frá málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013
Málþing Félags heimspekikennara 13. apríl 2013 kl. 13-17 í Réttarholtsskóla
Innleiðing grunnþáttanna lýðræði, mannréttindi og jafnrétti í þverfaglegu skólastarfi
Um 40 þátttakendur sóttu málþingið
Brynhildur Sigurðardóttir skráði glósur
Continue reading Glósur frá málþingi Félags heimspekikennara 13. apríl 2013