Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn í Hannesarholti, Grundarstíg 10 í Reykjavík, fimmtudaginn 16. nóvember kl. 20-22.
Dagskrá fundarins:
- Heimspekikennsla á tímum tækninnar. Atli Harðarson og Ragnar Þór Pétursson flytja hugleiðingar. Samræða í kjölfarið.
- Hefðbundin aðalfundarstörf. Skýrsla stjórnar og reikningar verða lagðir fram. Stjórnin öll býður sig fram til áframhaldandi starfs en kallar eftir aðkomu fleiri félaga í ritstjórn Heimspekitorgsins.
Við hvetjum félagsmenn og aðra áhugasama til að mæta og taka þátt í mikilvægri ígrundun um heimspeki og menntun. Hannesarholt er opið frá hádegi og fram til kl. 22 á fimmtudögum. Fundurinn fer fram í veitingasal og gestir geta verslað í veitingasölunni.