Í dag var lögð fram á Alþingi Íslendinga þingsályktunartillaga um að efla heimspekikennslu í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Tillagan hefur verið í undirbúningi undanfarin misseri og nokkrir meðlimir í Félagi heimspekikennara lögðu fram athugasemdir við hana á fyrri stigum málsins. Innan félagsins eru skiptar skoðanir um þingsályktunartillöguna. Á meðan sumir sjá í henni tækifæri til að auka aðgang ungra Íslendinga að heimspekilegum vinnubrögðum þá hafa aðrir áhyggjur af því að tillaga sé óraunhæf því kennara skortir menntun og reynslu í heimspeki og munu því ekki geta sinnt kennslunni á viðeigandi hátt. Við hvetjum félagsmenn til að taka þátt í umræðu um málið á Facebook síðu félagsins.