Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar – Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Í almennum hluta aðalnámskrár fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla 2011 er í fyrsta sinn gerð grein fyrir grunnþáttum í íslenskri menntun. Þeir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á öðrum fræðslufundi Félags heimspekikennara ræddi Erla Karlsdóttir um skýrslu sem hún vann síðastliðið sumar „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“

Continue reading Staða námsbóka gagnvart grunnþáttum menntunar — Glósur úr fyrirlestri Erlu Karlsdóttur á fræðslufundi Félags heimspekikennara 20. febrúar 2013

Fræðslufundur 20. febrúar

Annar fræðslufundur Félags heimspekikennara verður 20. febrúar, kl. 20:00, þá heimsækir Erla Karlsdóttir félagið en erindi hennar nefnist „Um stöðu námsbóka Námsgagnastofnunar gagnvart sex grunnþáttum menntunar.“ Fundurinn fer fram í Verzlunarskóla Íslands og allir eru velkomnir.

Sjá nánar á Facebook síðu viðburðarins.

Innleiðing aðalnámskrár

Innleiðingarferli aðalnámskrár 2011 er í fullum gangi. Í skólum er rýnt í grunnþætti menntunar, metið hvort og hvernig gera þurfi breytingar á skólanámskrá, kennsluhættir og námsmat tekið til endurskoðunar. Hópar kennara og skólastjórnenda funda og vinna saman á ýmsan hátt. Heimspekikennarar hafa margt fram að færa í þessu innleiðingarferli því ljóst er að ástundun heimspekilegrar samræðu stefnir að þjálfun margra þeirra hæfniþátta sem aðalnámskráin leggur áherslu á. Brynhildur Sigurðardóttir heimspekikennari í Garðaskóla lýsir tengslum heimspekilegrar samræðu við grunnþætti menntunar í glæru sem má skoða hér. Continue reading Innleiðing aðalnámskrár

Leshefti um grunnþætti menntunar

Námsgagnastofnun hefur gefið út þrjú leshefti sem skýra grunnþætti menntunar í nýrri Aðalnámskrá. Hvert hefti fjallar um einn grunnþátt og er hugsað sem ítar- og skýringarefni við almenna hluta Aðalnámskrár sem gefin var út 2011. Þau leshefti sem nú eru komin út fjalla um læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi. Þrjú hefti til viðbótar koma út eftir áramót og munu þau fjalla um sjálfbærni, jafnrétti og velferð/heilsu.

Koma grunnþættirnir heimspekinni við? Hvernig getur heimspekileg samræða í skólum stuðlað að auknu lýðræði, meiri sköpun og bættu læsi? Continue reading Leshefti um grunnþætti menntunar