Heimspekileg æfing 11. apríl – allir velkomnir

Félag heimspekikennara býður til heimspekilegrar samræðu 11. apríl kl. 20.00 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands. Stjórnandi æfingarinnar er Ármann Halldórsson, formaður félags heimspekikennara og kennari við VÍ.

Viðfangsefni samræðunnar verður samræðan sjálf, eðli hennar og strúktúr. Spurningar sem lagt verður upp með:

  • hlutverk stjórnandans
  • tilfinningar og trúnaður í samræðu
  • er samræðan leikur?
  • hvert er hlutverk kímni í samræðunni?

Haft verður fremur frjálst og flæðandi form á samræðunni og mun hún þá lúta þeim hugmyndum sem fram koma í henni sjálfri.

Allir velkomnir!

Námskeið Oscar Brenifier, sumar 2012

Sjöunda alþjóðlega heimspekinámskeið heimspekistofnunar Dr. Oscar Brenifier og félaga verður haldið 6.-12. ágúst 2012. Námskeiðið er haldið á ensku og fjöldi þátttakenda verður 25-30 manns. Þátttökugjald er 600 EUR og innifalið í því er námskeiðsgjald, fæði og húsnæði. Nokkrir íslenskir heimspekikennarar hafa nú þegar farið á námskeið hjá Oscar Brenifier og telja reynsluna mikilvæga og lærdómsríka. Nánari upplýsingar um námskeiðið og verk Dr. Brenifier má nálgast á heimasíðu hans.

Sumarnámskeið IAPC í Mendham, NJ

Árlegt sumarnámskeið IAPC (Institute for the Advancement of Philosophy for Children) verður haldið 4. -11. ágúst 2012. Námskeiðin eru haldin í gömlu klaustri í dreifbýli New Jersey og óhætt er að segja að þátttaka í þeim sé góð næring fyrir líkama og sál auk þess að vera góð þjálfun fyrir þá sem vilja styrkja færni sína í heimspekilegri samræðu og samræðukennslu.

Á námskeiðunum er námsefni eftir Matthew Lipman og félaga notað til að þjálfa þátttöku í heimspekilegu samræðufélagi og samræðustjórnun. Þátttakendur fá þjálfun í að greina heimspekileg hugtök og að finna heimspekilegar áherslur í námsefni og daglegri umræðu. Fræðilegar undirstöður heimspeki með börnum eru einnig til umfjöllunar.

Nokkrir íslenskir kennarar og heimspekingar hafa á undanförnum árum tekið þátt í námskeiðunum í Mendham og mæla eindregið með þeim. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu IAPC og í sérstakri auglýsingu um námskeiðið sumarið 2012.

Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Félag heimspekikennara og þróunarhópur um heimspekilega samræðu í skólum Garðabæjar heldur námskeið 9. og 10. mars 2012 í Garðaskóla, Garðabæ. Gestakennari á námskeiðinu verður Liza Haglund heimspekingur og kennari sem starfar við kennaradeild Södertörns Högskola í Stokkhólmi. Dagskráin hefst kl. 13.00 föstudaginn 9. mars á fyrirlestrinum „Réttur barna og unglinga til að hugsa saman – heimspekileg samræða á öllum sviðum menntunar.“ Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar má sjá í auglýsingu.

Dagskrá námskeiðsins:

Continue reading Heimspeki í leik- og grunnskólum: Fyrstu skrefin

Heimspekikvöld félagsins 10. nóvember

Fimmtudaginn 10. nóvember býður félag heimspekikennara til samræðu um heimspekikennslu. Fundurinn verður í Verzlunarskóla Íslands kl. 20.00 og þar mun Dr. Haukur Ingi Jónasson flytja dálítinn pistil og bjóða þátttakendum að ræða eftirfarandi :

Því hefur verið haldið fram að heimspeki sé mikilvæg og að mikilvægt sé að kenna ungu fólki að hugsa heimspekilega. En hvernig er best að þessu staðið? Hvað þarf til að heimspekin snúist um eitthvað annað en sjálfa sig? Hverjar eru sálrænar forsendur heimspekilegar hugsunar? Hvernig verður heimspekilegri aðferð best miðlað?

Heimspekikvöldið er öllum opið og kostar ekki neitt.

Ný vefsíða um gagnrýna hugsun og siðfræði

Þann 1. október 2011 var opnuð ný vefsíða um gagnrýna hugsun. Vefurinn er gagnabanki fyrir þá sem vilja kenna gagnrýna hugsun og siðfræði. Þar er hægt að nálgast kennsluefni og fræðilega texta auk þess sem ráðstefnur og fleiri viðburðir eru auglýstir. Vefsíðan er unninn af frumkvæði Heimspekistofnunar í samvinnu við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Starfsmenn verkefnisins eru Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen.

Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Opið málþing verður haldið í Odda, Háskóla Íslands á laugardaginn næstkomandi kl. 10-15. Viðfangsefni málþingsins er kennsla gagnrýninnar hugsunar og siðfræði á öllum skólastigum. Á dagskrá eru fræðilegir fyrirlestrar, reynslusögur kennara og gagnrýnin umræða um skólastarf. Málþingið er samstarfsverkefni Rannsóknarstofu um háskóla, Heimspekistofnunar og Félags heimspekikennara.

Continue reading Málþing 1. október: Kennsla í gagnrýninni hugsun og siðfræði

Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00

Haldin verður heimspekileg samræðuæfing miðvikudagskvöldið 14. september kl. 20.00. Æfingin verður haldin í Garðaskóla í Garðabæ og er gengið inn um inngang á vesturhlið, beint af bílastæði. Áhersla er lögð á sókratíska samræðu sem Ármann Halldórsson stjórnar. Continue reading Heimspekileg æfing 14. september kl. 20.00

Margt á döfinni næsta vetur

Útlit er fyrir að mikil gróska verði í heimspekikennslu á Íslandi næsta vetur. Félag heimspekikennara undirbýr sína dagskrá í sumar um mun leggja áherslu á mánaðarlegar uppákomur þar sem heimspekilegar samræðuæfingar spila stórt hlutverk. Kennarar geta sótt námskeið og ráðstefnur um heimspekikennslu bæði að hausti og vori, skólanámskrár eru í þróun og tvær heimasíður tengdar heimspekikennslu eru í mótun.

Continue reading Margt á döfinni næsta vetur