Fréttabréf októbermánaðar

Fréttabréf heimspekikennara í október er komið út. Meðal efnis er viðtal við Atla Harðarson, fréttir af málþingi og örnámskeiðum í heimspeki, tenglar inn á heimspekileiki og þrautir á internetinu. Að venju eru líka tenglar inn á kennsluseðla í Verkefnabanka Heimspekitorgsins og að þessu sinni er áherslan á upphitunaræfingar og einfalt samræðuform sem hægt er að leggja fyrir nemendur í minni hópum.