7. norræna ráðstefnan um heimspekilega ráðgjöf

Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf héldu sjöundu ráðstefnu sína í samstarfi við félag heimspekikennara í Íslandi vorið 2017. Ráðstefnan fór fram í Landakotsskóla auk þess sem hún teygði anga sína út á Reykjanesskagann. Dagskráin var nærandi og gestir sammála um að ráðstefnan hefði boðið til einstaklega gefandi samræðu.

Einn ráðstefnugesta var hin sænska Miriam van der Valk sem segir frá ferð sinni til Íslands og ráðstefnunni í afar skemmtilegu bloggi: http://www.filoprax.com/2017/06/25/7th-nordic-conference-on-philosophical-practice/.