Farsæld sem markmið menntunar
Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi, fyrirlestrarsalur L193
Hvenær: 17.01.2023 – 17:00
VELFERÐ er opin fyrirlestrarröð listkennsludeildar Listaháskóla Íslands skólaárið 2021-2022
Fyrirlestrarröðin fer fram í LHÍ Laugarnesi, Laugarnesvegi 91
Fjórði fyrirlestur í röðinni er þriðjudaginn 17. janúar kl. 17-18.
Fyrirlesari: Kristján Kristjánsson, prófessor, Háskólinn í Birmingham
Farsæld sem markmið menntunar
Fyrirlesturinn gefur yfirlit um nýjustu kenningar um faræld sem almennt markmið menntunar. Útskýrðar eru ólíkar kenningar um þetta efni, hvar þær skarast og hvar þær stangast á, og rætt er um margs konar vandamál, fræðileg og hagnýt, sem enn vofa yfir þessum kenningum þó að þær séu á margan hátt spennandi og álitlegar.
Kristján Kristjánsson er prófessor í dygðasiðfræði og mannkostamenntun við Jubilee Centre for Character and Virtues við Háskólann í Birmingham, Bretlandi. Hann er mjög mikilvirkur fræðimaður á þessum sviðum og hefur gefið út fjölda bóka á ensku en einnig á íslensku. Hann er jafnframt ritstjóri tímaritsins Journal of Moral Education.