Félag heimspekikennara stóð fyrir námskeiðinu Að beita aðferðum heimspekinnar í samfélagsfræði- og íslenskukennslu þriðjudaginn 20. ágúst s.l. Fjallað var um hvernig heimspekin getur lagt til ákveðnar aðferðir við að fást við hin ýmsu viðfangsefni sem íslensku – og samfélagsgreinakennarar fást við. Gagnlegar æfingar, verkefni og ýmis viðfangsefni voru kynnt sem kennarar geta nýtt sér í kennslustundum.
Áhersla var lögð á að skoða hvernig vinna megi með spurningar, fullyrðingar, hugtakagreiningu, skoðanamyndun, rök og samræður svo fáein dæmi séu nefnd. Þátttakendur fengu einnig að spreyta sig á nokkrum vel völdum verkefnum.

Kennari á námskeiðinu var Jóhann Björnsson grunnskólakennari og doktorsnemi í heimspeki menntunar.