Umræðuhópur um Aðalnámskrá

Félag heimspekikennara hefur ákveðið að stofna rýnihóp til að koma á framfæri athugasemdum við drög að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt. Umsjónarmenn rýnihópsins eru Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Waage og Sigurlaug Hreinsdóttir og hefur hópurinn ákveðið að bera nokkrar spurningar til allra áhugasamra. Umræða fer fram á Facebook þar sem hægt er að skrá sig í hópinn.

Hlekkur á drögin er hér: http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/. Frestur ráðuneytisins til að skila athugasemdum er 7. september 2012.