Á aðalfundi Félags heimspekikennara þann 21. júní síðastliðin var ný stjórn kosin og í henni sitja:
Brynhildur Sigurðardóttir gjaldkeri
—
Ný stjórn félags heimspekikennara fór í heimsókn til Ármanns Halldórssonar, fráfarandi formanns, í kjölfar aðalfundar félagsins í júní. Ármanni voru færðar gjafir sem þakklætisvottur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Ármann hefur verið formaður félags heimspekikennara síðan starfsemi þess var endurreist sumarið 2009. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Auk þess að kenna heimspeki og semja námsefni í faginu hefur hann af mikilli atorku sameinað fjölda heimspekikennara og byggt upp öflugt félagsstarf. Ármann hefur haft veg og vanda að fjölbreyttri dagskrá félagsins og stjórnað faglegri ráðgjöf félagsins til opinberra aðila. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf og á myndinni hér til hliðar má sjá Kristian Guttesen og Ingimar Waage afhenda Ármanni gjöfina frá félaginu. Continue reading Þakkir til fráfarandi formanns
Aðalfundur félags heimspekikennara var haldinn í Verzlunarskóla Íslands laugardaginn 9. júní. Félagið vex hægt og þétt og Ármann Halldórsson fráfarandi formaður þakkaði það góðu félagsstarfi og vexti í heimi heimspekikennslunnar á Íslandi. Fundurinn hófst með skemmtilegu námskeiði Jóhanns Björnssonar sem miðlaði af fjölbreyttri reynslu sinni af heimspekikennslu.
Helstu fréttir af aðalfundinum eru þessar: