Fimmtudaginn 7. mars kl. 15 í Árnagarði stofu 201 kynnir Henry Alexander Henryson heimspekinginn Damaris Masham (fædd Cudworth) (1658-1708). Hennar er minnst í samtímanum fyrir að hafa verið fyrsta konan á Bretlandseyjum til að gefa út heimspekileg verk en þau voru prentuð undir nafnleynd um aldamótin 1700. Hennar er einnig minnst fyrir nána vináttu hennar við John Locke og bréfaskipti við Leibniz. Í erindinu fjallar Henry um helstu einkenni hugsunar Damaris og þau áhugaverðu tengsl sem hún hafði við heimspekiþróun á seinni hluta sautjándu aldar og í byrjun þeirrar átjándu.
Tag: feminismi
Kvenheimspekingar koma í kaffi
Námsbraut í heimspeki við Háskóla Íslands hóf í janúar fyrirlestraröðina Kvenheimspekingar koma í kaffi. Boðið er upp á erindi um einn kvenheimspeking hverju sinni og kaffi með. Viðburðir fara fram á fimmtudögum kl. 15-16 í stofu 201 í Árnagarði. Allir eru velkomnir.
Nú á fimmtudaginn 14. febrúar mun Gunnar Harðarson kynna Christine de Pizan (1364-1431) sem var skáld, rithöfundur og heimspekingur sem nú er einna þekktust fyrir Bókina um borg kvenna (Le livre de la cité des dames)sem skrifuð var á árunum 1404-1407. Christine de Pizan hrekur þar alls kyns ranghugmyndir um konur sem fram koma í bókmennta- og hugmyndasögunni og sýnir fram á að konur hafi, geti og eigi sjálfar að láta til sín taka á opinberum vettvangi. Continue reading Kvenheimspekingar koma í kaffi