Grunnskólar

Hér má finna krækjur á þá grunnskóla sem Heimspekitorgið hefur upplýsingar um að bjóði heimspekikennslu:

Barnaskólar Hjallastefnunnar:

Garðaskóli, Garðabæ: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk. Kennarar eru Ingimar Ólafsson Waage og Brynhildur Sigurðardóttir.

Háteigsskóli, Reykjavík: Ásgeir Beinteinsson skólastjóri Háteigsskóla er frumkvöðull í innleiðingu heimspekinnar í íslenska grunnskóla. Skólaárið 2012-2013 hefja kennarar á miðstigi þjálfun í heimspekikennslu.

Hlíðaskóli, Reykjavík: Heimspeki er valgrein í unglingadeild. Kennari er Íris Reynisdóttir.

Landakotsskóli, Reykjavík: Heimspeki er kennd í flestum árgöngum og námskrá er í vinnslu. Kennari er Ylfa Björg Jóhannesdóttir.

Laugalækjarskóli, Reykjavík: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk. Heimspekikennari notar aðferðir sínar líka í samfélagsfræðikennslu. Kennari er Jón Thoroddsen.

Norðlingaskóli, Reykjavík: Ragnar Þór Pétursson kennir heimspeki. Ragnar er öflugur bloggari og segir oft frá verkefnum sínum þar. Auk þess vinnur hann að útgáfu rafbóka um náttúru, vísindi og heimspekileg efni.

Réttarholtsskóli, Reykjavík: Heimspeki er skylda í 8. bekk og valgrein í 9. og 10. bekk. Kennari er Jóhann Björnsson.

  • Jóhann hélt erindi á málþingi Siðmenntar 8. maí 2010. Erindið hér “Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt. Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda.” Erindið má skoða á Youtube, 1. hluti og 2. hluti.

Öldutúnsskóli, Hafnarfirði: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk, sjá valgreinalýsingu. Kennari er Sigrún Óskarsdóttir.