Hér má finna krækjur á þá grunnskóla sem Heimspekitorgið hefur upplýsingar um að bjóði heimspekikennslu:
Barnaskólar Hjallastefnunnar:
Garðaskóli, Garðabæ: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk. Kennarar eru Ingimar Ólafsson Waage og Brynhildur Sigurðardóttir.
- Viðtal heimspekitorgsins við Brynhildi má skoða á youtube.
- Brynhildur hélt erindi á ráðstefnunni “Other Perspectives” sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur 14. ágúst 2011. Í erindinu sagði hún frá heimspekilegum smiðjum sem hún og Ingimar unnu á safninu sumarið 2011.
Háteigsskóli, Reykjavík: Ásgeir Beinteinsson skólastjóri Háteigsskóla er frumkvöðull í innleiðingu heimspekinnar í íslenska grunnskóla. Skólaárið 2012-2013 hefja kennarar á miðstigi þjálfun í heimspekikennslu.
Hlíðaskóli, Reykjavík: Heimspeki er valgrein í unglingadeild. Kennari er Íris Reynisdóttir.
Landakotsskóli, Reykjavík: Heimspeki er kennd í flestum árgöngum og námskrá er í vinnslu. Kennari er Ylfa Björg Jóhannesdóttir.
Laugalækjarskóli, Reykjavík: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk. Heimspekikennari notar aðferðir sínar líka í samfélagsfræðikennslu. Kennari er Jón Thoroddsen.
Norðlingaskóli, Reykjavík: Ragnar Þór Pétursson kennir heimspeki. Ragnar er öflugur bloggari og segir oft frá verkefnum sínum þar. Auk þess vinnur hann að útgáfu rafbóka um náttúru, vísindi og heimspekileg efni.
- Viðtal Heimspekitorgsins við Ragnar Þór þar sem hann segir frá kennslunni í Norðlingaskóla.
- Ragnar Þór hélt erindi á 3F, HR og epli.is um framtíðina í menntamálum. Erindið heitir “Ipad: Ljónin í veginum“
Réttarholtsskóli, Reykjavík: Heimspeki er skylda í 8. bekk og valgrein í 9. og 10. bekk. Kennari er Jóhann Björnsson.
- Jóhann hélt erindi á málþingi Siðmenntar 8. maí 2010. Erindið hér “Er allt leyfilegt sem ekki er beinlínis skaðlegt. Hugleiðingar um skólastarf á villigötum og skeytingarleysi menntayfirvalda.” Erindið má skoða á Youtube, 1. hluti og 2. hluti.
Öldutúnsskóli, Hafnarfirði: Heimspeki er valgrein í 9. og 10. bekk, sjá valgreinalýsingu. Kennari er Sigrún Óskarsdóttir.
—