Félag heimspekikennara býður til heimspekilegrar samræðu 11. apríl kl. 20.00 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands. Stjórnandi æfingarinnar er Ármann Halldórsson, formaður félags heimspekikennara og kennari við VÍ.
Viðfangsefni samræðunnar verður samræðan sjálf, eðli hennar og strúktúr. Spurningar sem lagt verður upp með:
- hlutverk stjórnandans
- tilfinningar og trúnaður í samræðu
- er samræðan leikur?
- hvert er hlutverk kímni í samræðunni?
Haft verður fremur frjálst og flæðandi form á samræðunni og mun hún þá lúta þeim hugmyndum sem fram koma í henni sjálfri.
Allir velkomnir!