Harvey Siegel, prófessor í heimspeki við University of Miami og einn þekktasti fræðimaður heims um gagnrýna hugsun, heldur erindi um ágreining og rökræður föstudaginn 8. mars klukkan 13:20 – Aðalbyggingu, stofu 225.
Í erindi sínu sem nefnist „Argumentation and the Epistemology of Disagreement“ skoðar Siegel hvort mögulegt sé að rökræða um djúpstæð ágreiningsmál.
Fyrirlesturinn er öllum opinn og er í boði Heimspekistofnunar Háskóla Íslands og Verkefnis um eflingu kennslu í gagnrýninni hugsun og siðfræði í skólum.