Laugardaginn 27. október n.k. verður annað örnámskeiðið á vegum Siðmenntar og Sísyfosar heimspekismiðju haldið. Að þessu sinni verður athyglinni beint að siðfræðinni sem er ein af greinum heimspekinnar. Þátttakendur fá að takast á við ýmis siðferðileg álitamál og kynnast lítillega nokkrum algengustu siðfræðikenningunum.
Námskeiðið stendur frá kl. 11.30-13.30. Ekki er nauðsynlegt að hafa sótt fyrsta námskeiðið til þess að taka þátt í þessu námskeiði. Leiðbeinandi er Jóhann Björnsson MA í heimspeki.
Nuðsynlegt er að skrá þátttöku sína, annaðhvort með því að senda póst ájohannbjo@gmail.com eða í síma 8449211, þar sem þátttakendafjöldi er takmarkaður.
Þátttökugjald er kr. 500.