Í flipanum tenglar hér á Heimspekitorgi eru ábendingar um ýmis tímarit sem fjalla um heimspeki, börn og kennslu. Við bendum á tvö nýútkomin tölublöð:
Childhood and Philosophy er alþjóðlegt tímarit barnaheimspekinga og í því eru birtar greinar á nokkrum tungumálum. Tímaritið er gefið út undir hatti ICPIC, alþjóðasamtaka barnahemspekinga. Í nýjasta tölublaðinu er m.a. grein um “habitus” stærðfræðikennslustofunnar eftir Nadia Stoyanova Kennedy og grein eftir Claire Cassidy um hvernig barnaheimspeki nærir listina að lifa.
Education and Culture er veftímarit útgefið af Purdue University. Nýjasta tölublaðið 28:2, 2012 fjallar um heimspeki John Dewey með sérstaka áherslu á verk hans sem tengjast börnum. Margar greinanna fjalla um áhrif Dewey á barnaheimspeki.