Ný Aðalnámskrá til umsagnar

Kæru félagar,

Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar.
Í kynningu eru hagsmunaaðilar „hvattir til að bregðast við og senda inn
athugasemdir um drögin … í síðasta lagi 7. september 2012.“

(Sjá nánar: http://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/nr/6897)

Í meðfylgjandi hlekk gefur að líta drög til umsagnar að Aðalnámskrá
grunnskóla 2012 fyrir samfélagsgreinar, en þótt þar sé ekki markvisst
fjallað um heimspeki svífur andi gagnrýninnar hugsunar víða yfir vötnum.(Sjá nánar:
http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-efni/namskrar/namskrardrog/)

Fyrir þá sem að ekki þekkja til, þá er hér verið að fjalla námsgreinahluta
Aðalnámskrár sem á að fara að birta, en almenni hlutinn birtist árið 2011.

Nú hafa „hagsmunaaðilar“ tækifæri til að gera athugasemdir, en eftir 7.
september verður búið um skjalið til birtingar, og eftir það hafa skólar
tvö ár til að aðlagast, þ.e. semja hver sína skólanámskrá.

Kær kveðja,

Kristian Guttesen
form. Félags heimspekikennara