Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda níundu ráðstefnu sína í. Helsinki, dagana 3.-5. maí 2019. Ráðstefnan sjálf er haldin 4.-5. maí, en á föstudeginum, 3. maí, er haldin vinnustofa undir handleiðslu Guro Hansen Helskog, undir yfirskriftinni The Dialogos approach to pedagogical philosophical practice. Þessi vinnustofa rúmar aðeins 16 þátttakendur og því er mikilvægt að skrá sig í tæka tíð ætli einhver að sækja ráðstefnuna heim.
Þema ráðstefnunnar er heimspekiiðkun og menntun (e. Philosophical Practice and Education), en hér má lesa lýsingu hennar á ensku, þar sem kallað er eftir ráðstefnuerindum og gefin nánari lýsing á lokuðu vinnustofunni: Call-for-Papers_9th-Nordic-Conference-on-Philosophical-Practice.pdf