Félag barnaheimspekinga í Hollandi heldur námskeið dagana 12.-14. ágúst næstkomandi. Á námskeiðinu mun Dr. Philip Cam heimspekingur og sérfræðingur í barnaheimspeki þjálfa þátttakendur í fræðilegum og hagnýtum grundvallaratriðum heimspekilegs samræðufélags. Hann mun fjalla um hugtakagreiningu með börnum og verkfærakassa heimspekingsins auk þess sem þátttakendur fá þjálfun í að byggja upp og styðja við heimspekilega samræðufærni.
Phil Cam hefur langa reynslu af því að kenna börnum heimspeki og þjálfa kennara í heimspekikennslu. Hann hefur samið bæði kennsluefni og kennsluleiðbeiningar sem hafa reynst afar vel í kennslu. Hér má sjá stutt myndband sem gefur örlitla innsýn í hugmyndir Dr. Cam.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst til Ieva Rocena og hún tekur einnig við skráningum.
Sjá ítarlegri auglýsingu á ensku hér.