Að dafna og blómstra með sagnalist
Storytelling með Nancy Mellon: Námskeið ætlað sagnaþulum, foreldrum, kennurum, þerapistum og öðrum áhugasömum
Helgina 12. – 14. apríl kemur sagnaþulan Nancy Mellon (USA) til landsins. Hún mun halda námskeið í frásagnalist þar sem hún leiðir þátttakendur inn í ævintýralegan heim sögunnar. Hún starfar með fólki af mismunandi bakgrunni sem leitar að nýrri sýn og betri líðan í persónulegu-, fjölskyldu- og á starfssviði sínu. Nancy hefur sérhæft sig í frásagnalist sem heilandi list sem kennari og tjáningar meðferðaraðili, jafnframt því styður hún við ýmis listræn verkefni.
Námskeiðið byggist á fyrirlestrum og hópavinnu. Fyrirlestrar verða hjá Nancy Mellon og í tengslum við þá verða í boði 5 spennandi hópar, sem allir eru leiddir af fagfólki á sínu sviði.
Þetta er námskeið sem er áhugavert fyrir alla, hvort sem þeir eru sagnaþulir, foreldrar, kennarar, meðferðaraðilar eða bara áhugasamir.
Hér gefst öllum tækifæri á að nálgast frásagnalistina út frá eigin forsendum og vinna með hana sem heilandi og skapandi kraft hvort heldur til að miðla áfram á margvisslegan, gefandi og gleðilegan hátt eða til að horfa inná við og kafa í dýpi eigin veru.
Smellið hér til að opna námskeiðsbækling, en þar kemur fram dagskrá helgarinnar, lýsing á hópunum og allar nánari upplýsingar.
Athugið að námskeiðið fer að hluta til fram á ensku.
Námskeiðsgjald er kr. 28.500,-
Til að skrá sig má senda tölvupóst á hanna@smart.is og eins ef einhverjar spurningar vakna.