Það er til nokkuð gott úrval af námsefni í heimspeki á íslensku en betur má ef duga skal. Um þessar mundir eru fjórir aðilar að vinna að gerð námsefnis til heimspekikennslu og er það fagnaðarefni. Ný Aðalnámskrá leggur áherslu á gagnrýna hugsun og umræðu um siðferðilegar spurningar í skólastarfi og heimspekin hefur margt að bjóða í þessum efnum.
Jóhann Björnsson fékk styrk úr Þróunarsjóði Námsgagna 2012 til að vinna námsefnið 100 æfingar í heimspeki.
Þróunarhópur um heimspekilega samræðu í Garðabæ fékk styrk úr Þróunarsjóði Námsgagna 2012 til að vinna Verkefnabanka Heimspekitorgsins. Drög að kennsluseðlum og markmiðslýsingum eru sett á vefinn jafnóðum og þetta efni verður í þróun næsta árið.
Kristian Guttesen vinnur á vegum Heimspekistofnunar að því að semja kynningarefni um heimspeki sem kennarar geta tekið og nýtt til að kynna fagið á ýmsum vettvangi. Hægt er að fylgjast með vinnu Kristian í facebook hópi sem henn hefur sett upp.
Ragnar Þór Pétursson fékk styrk úr Þróunarsjóði Námsgagna 2012 til að vinna vefefnið Hugsuðir. Námsefnið er ætlað til íslenskukennslu á unglingastigi og er unnið á forsendum heimspekinnar. Áhersla er lögð á gagnrýna hugsun og sköpun.