Námsefninu 𝘏𝘷𝘢ð 𝘩𝘦𝘭𝘥𝘶𝘳 þú? er ætlað að þjálfa gagnrýna hugsun. Að nemendur séu virkir í þekkingarleit og leiti svara og lausna í gagnrýnu samfélagi sínu. Slík vinnubrögð efla læsi og lýðræðislega hugsun, geta af sér fjölmörg tækifæri til skapandi hugsunar og úrvinnslu, gera kröfu um jafnræði meðal nemenda og starfsmanna og stuðla að heilbrigði og velferð nemenda á víðtækan hátt. Efnið samanstendur af rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef.
Höfundar eru Brynhildur Sigurðardóttir og Ingimar Waage.
Hér má nálgast rafbókina: https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/hvadheldurthunem/#1