Elsa Haraldsdóttir og Kristian Guttesen skrifuðu nýlega grein sem birtist á Visir.is. Í greininni kalla þau eftir sterkari stöðu heimspekinnar í nýjum aðalnámskrám og vísa sérstaklega til kaflans um samfélagsfræðikennslu í grunnskólum. Félag heimspekikennara minnir á að frestur til að senda inn athugasemdir um námsgreinahluta aðalnámskrár grunnskóla rennur út 7. september næstkomandi. Félagið heldur uppi umræðu um nýju námskrána á Facebook.