Sæl veriði,
Kl. 19:30-21 verður fyrsta heimspekiæfing vetrarins. Verið velkomin í Hlutverkasetur, Borgartúni 2.
Heimspekiæfing í anda Jóns Thoroddsen:
Draumar
1. Kveikja: Hvernig vitum við að allt er ekki draumur?
Nemendur svara og umræðustjóri leiðir umræður með því að hlusta á svör nemenda og bera upp nýjar spurningar.
2. Umræður: Svör nemenda eru tekin fyrir af kennara sem er umræðustjóri. T.d. ef nemandi segir að við vitum að okkur dreymir því erum við sofandi, má spyrja: Hefur engan dreymt að hann sofi? Svo má spyrja: Dreymir okkur ekki stundum dagdrauma? Nemandi gæti t.d. tengt ímyndunaraflið við veruleikann frekar en drauma. Þá má heyra aðrar skoðanir o.s.frv.
3. Samantekt: Nemendur skrifa á miða skilgreiningar á hugtökunum draumur annars vegar og veruleiki hins vegar.
T.d. er hægt að hafa stórt plakat upp á vegg og nemendur setja hugmyndir sínar í þann flokk sem þeim finnst eiga við. Svo er hægt að andmæla og færa hugmynd í hinn flokkinn eða segja að miðinn passi í hvorugan flokkinn.
Loks er hægt að ræða hvernig samræðurnar gengu. Hvað gekk vel? Hvað hefði betur mátt fara?
Mynd: Óklárað málverk eftir Robert W. Buss (1804-1875), ´Dickens’ Dream´.