Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Arnar Elísson kennari við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ segir frá því sem hann gerir í heimspekiáföngum skólans. Hann mun tala um hvernig hann skipuleggur áfanga, hvaða lesefni hann setur fyrir og hvernig hann hagar kennslunni almennt. Í FMos er verið að þróa leiðsagnarmat og námið allt er verkefnamiðað. Arnar segir sjálfur að hér verði um játningar kennarans að ræða.
Tími: Miðvikudaginn 24. september kl. 20-22
Staður: Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Bjarkarholti 5, Mosfellsbæ