Eru allir öðruvísi?

Bókin Eru allir öðruvísi? fjallar um ýmsa þætti fjölmenningarsamfélagsins með heimspekilegum hætti. Í henni má finna efni sem hentar fólki á öllum aldrei, börnum, unglingum og fullorðnum. Hún samanstendur af sex köflum sem hver um sig hefur ákveðið þema og eru kaflaheitin þessi: 1. Hverjir eiga heiminn? 2. Hvað er besta tungumál í heimi? 3. Af hverju eru ekki allir eins á litinn? 4. Hvað er í matinn? 4. Hvað með guð? 5. Eru allir útlendingar? Bókina má nota á ýmsan hátt. Hún getur gagnast í kennslu með nemendum á ýmsum aldri og fullorðnum. Hana má einnig nota sér til ánægju í heimahúsum eða í sumarbústaðnum í góðra vina hópi þar sem áhugi er á að ræða og pæla saman. Heimspeki er jú nefnilega líka tómstundagaman.

Höfundur er Jóhann Björnsson.

Hér má nálgast rafbókina: https://verkefnabanki.wordpress.com/2020/07/18/eru-allir-odruvisi-kennslubok-eftir-johann-bjornsson/