Miðvikudaginn 25. maí hélt félagið aðalfund í Verzlunarskóla Íslands. Fundurinn var vel sóttur og sífellt eru nýir kennarar að bætast í félagið. Auk venjulegra aðalfundastarfa hélt Sigríður Þorgeirsdóttir uppi umræðu um menningu heimspekinnar og birtingarmyndir hennar í kennslu. Út frá inngangserindi Sigríðar spunnust ýmsar hugleiðingar og lífleg samræða.