Börn og unglingar á höfuðborgarsvæðinu geta sótt heimspekinámskeið af ýmsu tagi þetta sumar. Í júní var heimspeki kennd á tveimur námskeiðum í Háskóla unga fólksins en þar voru kennarar þau Ylfa Jóhannesdóttir og Kristian Guttesen. Í þessari viku hófust námskeið fyrir 5-13 ára börn sem Sigurlaug Hreinsdóttir kennir. Nánari upplýsingar um námskeið Sigurlaugar má nálgast hér og í viðtali við Fréttablaðið segir hún frá markmiðum námskeiðanna.
Author: ritstjorn
Umræðuhópur um Aðalnámskrá
Félag heimspekikennara hefur ákveðið að stofna rýnihóp til að koma á framfæri athugasemdum við drög að nýrri Aðalnámskrá grunnskóla sem Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur birt. Umsjónarmenn rýnihópsins eru Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir, Ólafur Waage og Sigurlaug Hreinsdóttir og hefur hópurinn ákveðið að bera nokkrar spurningar til allra áhugasamra. Umræða fer fram á Facebook þar sem hægt er að skrá sig í hópinn. Continue reading Umræðuhópur um Aðalnámskrá
Ný grein um heimspekikennslu á Íslandi
Í nýlegri grein Henrys Alexanders Henryssonar og Elsu Haraldsdóttur sem birtist í veftímaritinu Netlu er leitast við að skýra stöðu heimspekikennslu og gagnrýnnar hugsunar í íslenska skólakerfinu. Hugmyndir Íslendinga um stöðu heimspekinnar eru ræddar með hliðsjón af könnun sem gerð var á vegum Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Spurt er hverjar séu raunhæfar vonir og væntingar um eflingu gagnrýnnar hugsunar og heimspeki í íslenskum skólum.
Ný Aðalnámskrá til umsagnar
Kæru félagar,
Á vef Mennta- og menningarmálaráðuneytis hafa verið birt drög að
námssviða- og námsgreinahluta nýrrar aðalnámskrár grunnskóla.
Ég hvet félagsmenn til að kynna sér þau, og legg til að markvisst verði
efnt til umræðu um þau á fundum félagsins í sumar. Continue reading Ný Aðalnámskrá til umsagnar
Heimspekileg æfing 20. júní
Félag heimspekikennara stendur að heimspekilegri æfingu 20. júní kl. 20.00 í Garðaskóla. Lesið verður textabrot eftir Spinoza og samræðuæfing spunnin út frá því. Stjórnandi æfingarinnar er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir. Æfingin er öllum opin. Continue reading Heimspekileg æfing 20. júní
Fréttir af aðalfundi
Aðalfundur félags heimspekikennara var haldinn í Verzlunarskóla Íslands laugardaginn 9. júní. Félagið vex hægt og þétt og Ármann Halldórsson fráfarandi formaður þakkaði það góðu félagsstarfi og vexti í heimi heimspekikennslunnar á Íslandi. Fundurinn hófst með skemmtilegu námskeiði Jóhanns Björnssonar sem miðlaði af fjölbreyttri reynslu sinni af heimspekikennslu.
Helstu fréttir af aðalfundinum eru þessar:
- Ármann Halldórsson flutti skýrslu um störf félagsins á liðnu starfsári og sagði síðan af sér formennsku. Í stað hans var Kristian Guttesen kosinn formaður. Félagsmenn þakka Ármanni vel unnin störf. Hann á mestan heiður að því að endurvekja starfsemi félagsins og halda henni gangandi síðustu ár. Á síðasta ári ber hæst að félagið hélt heimspekilegar æfingar sem eru vettvangur til að æfa sig í samræðu. Félagið hélt heimspekikvöld með Hauki Inga Jónassyni og tók þátt í framkvæmd tveggja námskeiða fyrir heimspekikennara sem haldin voru í Garðabæ. Stjórn félagsins gaf umsögn um umsóknir í þróunarsjóð námsgagna og er ánægð með útkomuna úr sjóðnum en tveir aðilar fengu styrk til námsefnisgerðar fyrir heimspekikennslu.
Fréttabréf júní 2012
Nýtt fréttabréf heimspekikennara er komið út. Meðal efnis eru fréttir af heimspekikennslu í Norðlingaskóla, upplýsingar um námskeið í heimspekikennslu í sumar og verkefni um spurningar.
Aðalfundur 9. júní
Aðalfundur félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 9. júní 2012 kl. 13.00-16.30 á kennarastofu Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1 í Reykjavík. Dagskrá hefst með námskeiði Jóhanns Björnssonar heimspekikennara í Réttarholtsskóla. Eftir kaffihlé verður síðan aðalfundur haldinn með hefðbundinni dagskrá.
Námskeið: gagnrýnin hugsun og siðfræði í kennslu
Endurmenntun Háskóla Íslands heldur námskeiðið Gagnrýnin hugsun og siðfræði í framhaldsskólakennslu 14.-16. ágúst næstkomandi. Kennarar eru Páll Skúlason og Henrý Alexander Henrýsson. Skráning fer fram á vef Endurmenntunar.
Námskeið fyrir börn sumar 2012
Sumarið 2012 geta börn og unglingar komist á nokkur heimspekinámskeið hjá reyndum kennurum. Í Háskóla unga fólksins verða tvö námskeið og Sigurlaug Hreinsdóttir mun kenna vikulöng námskeið fyrir 5-13 ára börn. Continue reading Námskeið fyrir börn sumar 2012