Aðalfundur og heimspekiæfing

Hvar: Listaháskólinn Laugarnesi 91, 105 Reykjavík, Stofu L210

Hvenær: 16.10.2023 – 19:30-21:00

Að færa rök fyrir máli sínu

Á mánudag, 16. október, kl. 19:30-21, verður árlegur aðalfundur Félags heimspekikennara í Listaháskólanum í Laugarnesi. Gengið er inn vestan megin, seinni inngangur, eftir að hafa keyrt niður rampinn.

Stjórn verður ráðin til starfa og lagt á ráðin um næstu skref.

Einnig verður heimspekiæfing. Formaður félagsins, Guðmundur Arnar, segir dæmisögu af meistara og lærisveini, þátttakendur svara spurningum og svo verða umræður um svörin. Markmiðið með æfingunni er að þátttakendur efli færni sína í að færa rök fyrir máli sínu með því að vísa í textann sem unnið er með, að þátttakendur tjái hugmyndir sínar á skýran og einfaldan hátt og séu opnir fyrir hugmyndum annarra.

Umræðustjórnandi:
Guðmundur Arnar Sigurðsson, heimspekikennari

Sjá nánar: https://www.facebook.com/events/653865203479414

Hlökkum til að sjá ykkur!