Aðalfundur Félags heimspekikennara verður haldinn laugardaginn 25. maí 2013, kl. 11, og fer fram í húsnæði Verzlunarskóla Íslands. Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, heimsækir félagið og heldur námskeið undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“
Hildigunnur kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði.
Námskeiðið er öllum opið og þátttaka ókeypis. Að námskeiðinu loknu hefjast hefðbundin aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði Félags heimspekikennara.
Dagskrá aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar
3. Ársreikningur
4. Lagabreytingar*
5. Kynning á Frostaskjólsverkefni
6. Skýrsla ritstjórnar
7. Efni um heimspekikennslu
8. Ályktanir
9. Kosningar
10. Önnur mál