Á málþingi Félags heimspekikennara, sem haldið var í Réttarholtsskóla 13. apríl 2013, tók Björn Rúnar Egilsson hjá Heimili og skóla viðtal við Elsu Björgu Magnúsdóttur siðfræðing og kennara um hvernig best er að innleiða nýja grunnþætti menntunar.
Á málþinginu flutti Elsa Björg erindi undir yfirskriftinni „Raunverulegt gildismat“ en þar talaði hún m.a. út frá gestsauga kennaranemans og fjallaði um sýn sína á innleiðingu grunnþátta menntunar. Í viðtalinu veltir hún því meðal annars upp hvort ómælanleiki grunnþátta geti verið hindrun, hvort það sé verið að gera of miklar kröfur til kennara og hvort þá skorti stuðning. Hér má sjá viðtal Björns Rúnars við Elsu Björgu.