Næsti kvenheimspekingur sem verður kynntur í röðinni Kvenheimspekingar koma í kaffi er Martha Nussbaum (f. 1947). Vilhjálmur Árnason mun kynna heimspeki Nussbaums fimmtudaginn 18.4., kl. 15 í Árnagarði 201.
Martha Nussbaum er einn þekktasti núlifandi heimspekingur Bandaríkjanna. Hún hefur víða komið við en hóf feril sinn með rannsóknum á heimspeki fornaldar. Hún hefur einstakt lag á að miðla þessum arfi til breiðs hóps og verið óþreytandi við að boða mikilvægi húmanískrar menntunar. Hún hefur skrifað um samband heimspeki og bókmennta, siðfræði, stjórnmálaheimspeki og femíníska heimspeki. Nussbaum hefur unnið talsvert að málefnum kvenna í þróunarlöndum. Hún vann um tíma með Amartya Sen, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, og gáfu þau út rit mannlega færni sem hefur haft mótandi áhrif á hugmyndir um þróunarsamvinnu. Hún hefur þróað kenningar sínar um mannlega færni og reisn m.a. með tilliti til þess að bregðast við vanköntum í sáttmálakenningu Rawls.