Námsgagnastofnun hefur gefið út þrjú leshefti sem skýra grunnþætti menntunar í nýrri Aðalnámskrá. Hvert hefti fjallar um einn grunnþátt og er hugsað sem ítar- og skýringarefni við almenna hluta Aðalnámskrár sem gefin var út 2011. Þau leshefti sem nú eru komin út fjalla um læsi, sköpun og lýðræði og mannréttindi. Þrjú hefti til viðbótar koma út eftir áramót og munu þau fjalla um sjálfbærni, jafnrétti og velferð/heilsu.
Koma grunnþættirnir heimspekinni við? Hvernig getur heimspekileg samræða í skólum stuðlað að auknu lýðræði, meiri sköpun og bættu læsi?
Í öllum ritunum er lögð áhersla á hagnýt dæmi og gefnar ábendingar um verkefni og kennsluaðferðir sem hafa reynst vel í íslenskum skólum. Textinn er kryddaður með dæmum af ýmsu tagi og tilvitnunum í leika sem lærða.
Ritið sem fjallar um lýðræði og mannréttindi er skrifað af Þóru Björgu Sigurðardóttur og Ólafi Páli Jónssyni. Í heftinu er margoft vísað í fræði og kennsluaðferðir barnaheimspeki og tekin dæmi frá íslenskum heimspekinemum og heimspekikennurum.
—