Fréttabréf

Í vor hefur ritstjórn Heimspekitorgsins gert tilraun við að setja upp tölvupóst fréttabréf fyrir heimspekikennara. Fréttabréfið er sent út í upphafi hvers mánaðar og segir fréttir af starfi félags heimspekikennara. Í hverju fréttabréfi eru líka tenglar inn á verkefnabanka Heimspekitorgsins sem geymir heimspekiverkefni fyrir nemendur á öllum aldri og kennsluleiðbeiningar af ýmsu tagi. Fyrsta fréttabréfið má skoða hér og tengla inn á gömul fréttabréf má alltaf nálgast á heimspekitorginu.

Hér má skrá sig í áskrift að fréttabréfinu. Það kostar ekki neitt og auðvelt er að skrá sig úr áskrift ef þess er óskað seinna meir.