Spurt og svarað

Ritstjórn Heimspekitorgsins er stöðugt vakandi fyrir því sem er að gerast í heimi heimspekikennara á Íslandi og við miðlum upplýsingum hér á Heimspekitorginu jafnóðum og þær berast okkur í hendur. Ef þú hefur spurningar eða ábendingar um eitthvað sem tengist heimspekikennslu þá fögnum við þeim og biðjum þig um að senda þær inn í tjásu (comment) hér að neðan:

12 thoughts on “Spurt og svarað”

    1. Nei, félagið er rekið með opinberum framlögum og tekjum af einstökum viðburðum. Aðild að félaginu, áskrift að fréttabréfi og önnur þjónusta félagsins er ókeypis fyrir þá sem vilja njóta.

  1. Komiði sæl og takk fyrir frábæran vef.
    Nú hafa heimspekikennarar verið að beita sér fyrir því að heimspeki verði viðurkennd sem námsgrein í aðalnámskrá og heyrst hafa raddir um að heimspeki og lífsleikni séu af mjög svipuðum meiði en lífsleikni hefur verið samþykkt sem skyldunámsgrein í bæði grunn- og framhaldsskólum. Hefur heimspekitorgið skoðun á þessu? Er til eitthvað efni um muninn á þessum tveimur greinum?

    1. Sæl Sigurlaug og takk fyrir spurninguna.

      Heimspekitorgið vísar á umræðu um nýja aðalnámskrá sem félag heimspekikennara heldur uppi í sumar á Facebook. Ritstjórn Heimspekitorgsins hvetur alla áhugasama um að skrá sig í umræðuhópinn, lesa það sem þar hefur komið fram og leggja fram nýjar skoðanir og spurningar. Í umræðu um efnið í ritstjórn Heimspekitorgsins hefur meðal annars komið fram að það geti verið nauðsynlegt að gera heimspekina að skyldunámsgrein í skólunum til að greinin fái þann stuðning og úrræði sem nauðsynleg eru til að tryggja raunverulegan framgang hennar. Námsefnisgerð og kennaramenntun tekur til að mynda mið af aðalnámskrá og á meðan heimspeki er ekki skyldunámsgrein þá ber stofnunum eins og Námsgagnastofnun og Menntavísindasviði HÍ ekki skylda til að sinna greininni.

      Greiningu á stöðu heimspekinnar í íslenskum skólum og tengsl hennar við hefðbundnar námsgreinar t.d. heimspeki má til dæmis lesa í tveimur ritgerðum eftir Elsu Haraldsdóttur heimspeking:
      Menntun mannsandans. Um heimspekileg markmið aðalnámskrár leik-, grunn- og framhaldsskóla (2010)
      Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum (2011)

  2. Ég hélt uppá auðlýsingu varðandi ráðstefnu sem var haldin á Menntavísindasviði HÍ þann 13. ágúst síðastliðinn, hún hét Þroski eða þvermóðska: Ígrundun í lífi, starfi og námi. Ég komst því miður ekki en langar mikið að fá upplýsingar um ráðstefnuna. Er hægt að nálgast þær einhvers staðar? Kærar kveðjur, Sigrún Guðm.

    1. Sæl Sigrún.
      Málþingið sem þú nefnir var ekki á vegum Félags heimspekikennara og því miður höfum við ekki nánari upplýsingar um það.
      Kveðja,
      Brynhildur Sigurðardóttir

  3. sæl
    ég var á málsþinginu í dag takk fyrir mig þetta var mjög fróðlegt og flott .
    þarf ég að vera kennari til að vera með í félaginu 🙂 ég er í heimspeki á fyrsta ári . mér þætti svo gaman að fá að fylgast betur með 😉
    kær kveðja Unnur

    1. Sæl Unnur
      Í lögum félagsins segir: “Þeir sem rétt eiga á aðild í félagi heimspekikennara eru starfandi heimspekikennarar og leiðbeinendur í framhaldsskólum, grunnskólum og leikskólum svo og þeir sem hafa kennsluréttindi í heimspeki.”
      Stjórn félagsins sker svo úr um vafaatriði. Þú skalt prófa að sækja um á með því að senda póst á heimspekikennarar@gmail.com og bera þannig málið undir stjórnina.
      Svo getur þú alltaf fylgst með félaginu hér á Heimspekitorginu og á Facebook síðu félagsins – þú ert komin í hópinn þar.
      Kveðja,
      Brynhildur Sigurðardóttir

  4. Ég vinn í Hvolsskóla á Hvolsvelli, er þroskaþjálfi. Ég hef talsvert notað bókina,,Bullukolla, heimspeki með börnum”. Gefin út 1997. Höf: Sigurður Björnsson. Langar mikið að eignast hana. Hun gagnast mjög vel og vekur börn til umhugsunar.

    Bestu kveðjur
    Sóley Ástvaldsdóttir
    Stóragerði 9
    860 Hvolsvöllur
    sími: 487-8173, 898-817
    einnig mail. soley@hvolsskoli.is

    1. Sæl Sóley
      Því miður vitum við ekki hvar Bullukolla er til sölu. Skulum skoða málið og láta þig vita ef við finnum út úr þessu.
      Besta kveðja,
      Brynhildur

    1. Sæl Sóley
      Því miður vitum við ekki hvar Bullukolla er til sölu. Skulum skoða málið og láta þig vita ef við finnum út úr þessu.
      Besta kveðja,
      Brynhildur

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *