Leikskólar

Hér má finna krækjur á þá leikskóla sem Heimspekitorgið hefur upplýsingar um að bjóði heimspekikennslu:

Aðalþing, Kópavogi: Heimspekistundir hjá elstu börnunum, kennari er Guðrún Alda Harðardóttir.

Akrar, Garðabæ: Kennari er Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Foldaborg, Reykjavík:

Leikskólar Hjallastefnunnar:

Lundarsel, Akureyri: Heimspeki er innbyggð í skólanámskrá, kennari er m.a. Helga María Þórarinsdóttir. Á Lundarseli hafa verið unnin þróunarverkefni um heimspekilega samræðu og jafnrétti í skólum. Skýrslur, kennsluleiðbeiningar og fleiri upplýsingar um þessi verkefni má nálgast á heimasíðu Lundarsels.

Múlaborg, Reykjavík: Heimspeki er kennd á Kisudeild og kennari þar er Hjalti Hrafn Hafþórsson.

Vallarsel, Akranesi: Frá 2007 hefur í skólanum verið unnið þróunarverkefni Heimspeki og tónlist undir leiðsögn Sigurðar Björnssonar barnaheimspekings.