Samræður og spurningalist – minningarmálþing um Jón Thoroddsen: Kallað eftir erindum

Hvar: Saga, stofa G2, 107 Reykjavík

Hvenær: 2.11.2024 – 10:00-15-00

Kallað eftir erindum


Þann 2. nóvember 2024 standa Félag heimspekikennara og Deild faggreinakennslu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands að minningarmálþingi um heimspekinginn og myndlistarkennarann Jón Thoroddsen (1957-2024).

Efnistök eru frjáls en erindi mega gjarnan vera í anda Jóns eða um verk hans.

Hér með er kallað eftir erindum fyrir málþingið og skulu ágrip berast eigi síðar en 30. september 2024, í netfangið heimspekikennarar@gmail.com