Nýárskveðja

Stjórn Félagsheimspekikennara óskar félagsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegs árs.

Norræn samtök um heimspekilega ráðgjöf, sem Félag heimspekikennara er aðili að, halda tíundu ráðstefnu sína, í Brandbjerg Højskole á Jótlandi í Danmörku, dagana 22.-24. maí 2020. Ráðstefnan verður auglýst nánar á Fb síðu samtakanna og munum við líka segja frá henni í væntanlegu fréttabréfi þegar nær dregur.

Margt er á döfinni á vettvangi Félags heimspekikennara á þessu ári. Til stendur að endurtaka Dialogos-vinnustofu með þeim Guro Hansen Helskog og Michael Noah Weiss, en þau komu til landsins í september sl. í boði félagsins. Dagsetning þessarar vinnustofu verður auglýst nánar síðar.

Á þessu ári verður einnig blásið til ráðstefnu um heimspekilega samræðu, listir og mannkostamenntun. Ráðstefnan verður haldin á tveimur dögum í vikunni 9.-16. ágúst og meðal aðalfyrirlesara á henni verða David Carr, prófessor emeritus frá Edinborgar-háskóla í Skotlandi, og Adam Wallenberg, list- og heimspekikennari frá Svíþjóð.

Félag heimspekikennara mun halda Aðalfund á næstu vikum, þar sem kosin verður ný stjórn, og verður hann auglýstur á næstu dögum.

Gleðilegt árið 2020!