Í þessum kafla Heimspekitorgsins má finna ritgerð Elsu Haraldsdóttir um heimspekikennslu. Fjallað er um markmið og helstu einkenni heimspekikennslu og einnig er sagt frá innleiðingu heimspekikennslu í íslenska skólakerfið.
Ritgerðin skiptist í eftirfarandi kafla:
- Almenn einkenni heimspekikennslu: Umfjöllun þessi er að hluta unnin uppúr skýrslu um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum og doktorsritgerð finnska menntafrömuðsins dr. Hannu Juuso við OULU háskóla, Child, Philosophy and Education: Discussing the Intellectual Sources of Philosophy for Children.
- Heimspekikennsla á Íslandi: Hér verður fjallað um sögu heimspekinnar á Íslandi; upphaf heimspekikennslu sem fræðigreinar og upphaf heimspekikennslu með börnum. Umfjöllun þessi er að hluta unnin uppúr skýrslu um eflingu gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í íslenskum skólum.
Í kjölfar ritgerðar Elsu kemur safn myndbanda um heimspekikennslu og lesefnislisti. Þetta efni er tekið saman af nokkrum félagsmönnum í Félagi heimspekikennara og ber þar helst að nefna Kristian Guttesen og Brynhildi Sigurðardóttur.
—