Næstkomandi sunnudag verður Hildigunnur Sverrisdóttir, aðjúnkt og fagstjóri í arkitektúr, með ókeypis, sjálfstætt framhaldsnámskeið á vegum Félags heimspekikennara. Í maí síðastliðnum hélt hún vel heppnað námskeið á aðalfundi Félags heimspekikennara undir yfirskriftinni „Skapandi dvelur manneskjan – er hægt að kenna henni það?“
Þátttakendur óskuðu eftir framhaldi þar sem möguleiki væri á að rýna frekar í efnið. Hildigunnur lumar einnig á viðbótarefni sem þátttakendur á framhaldsnámskeiðinu fá að njóta, og verður nægur tími fyrir umræður um efnið. Allir eru velkomnir.
Hægt er að senda tölvupóst á sigurlh@simnet.is og biðja um að fá sent lesefni um efnið, ef áhugi er fyrir hendi. Hildigunnur kennir við Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands og hefur unnið með gagnrýna kenningu og verufræði.
Framhaldsnámskeiðið verður haldið í Borgarbókasafni, Aðalsafni, Tryggvagötu, sunnudaginn 23. júní, og byrjar kl. 13.30.