Félag heimspekikennara býður í heimsókn til heimspekikennara. Jóhann Björnsson kennari við Réttarholtsskóla ætlar að segja frá því sem hann gerir í heimspekikennslu með 8. – 10. bekkingum. Í skólanum er heimspeki skylda í 8. bekk og val í 9. og 10. bekk. Jóhann hefur gefið út skemmtilegt og afar hagnýtt námsefni á síðustu misserum og upplýsingar um það má t.d. lesa á bloggsíðu hans: http://heimspekismidja.wordpress.com/
Tími: fimmtudagurinn 6. nóvember 2014 kl. 20-22
Staður: Réttarholtsskóli við Réttarholtsveg í Reykjavík.
—