Getur vél hugsað? – Heimspekikaffihús

HVAR: á Torginu í Borgarbókasafninu Grófinni, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík

HVENÆR: sunnudaginn 9. febrúar, kl. 14-16

Getur vél hugsað?

Heimspekikaffihúsið er frjáls umræðuhópur til að rannsaka djúpu spurningarnar í lífi okkar.
Í heimspekikaffihúsinu gilda bara þrjár einfaldar reglur, annars má allt:
1. Einn talar í einu, hinir hlusta.
2. Rökstyðja.
3. Halda sig við efnið.
Allir eru velkomnir. Það eina sem þarf að taka með er forvitni og meðfædd skynsemi.

Í eftirfarandi tengli er hægt að merkja sig við viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1141931220768627


Um árabil starfrækti heimspekingurinn og kennarinn Skúli Pálsson heimspekikaffihús í Reykjavík. Nú hefur þráðurinn aftur verið tekinn upp og er ráðgert að hittast á Torginu í Borgarbókasafninu Grófinni.

Ætlað er að hittast annan sunnudag hvers mánaðar.